Blog

Vinningshafar í Piparkökuhúsaleik Kötlu

Vinningshafar í Piparkökuhúsaleik Kötlu

Laugardaginn 5. desember voru veitt verðlaun í Piparkökuhúsaleik Kötlu en veitt voru verðlaun bæði í barna- og fullorðinsflokki. 

Í fullorðinsflokki voru veitt verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin. Í fyrsta sæti varð Anna Magnúsdóttir og hlaut hún 50 þúsund kr. gjafabréf frá Hagkaup. Í öðru sæti varð Lilja Bjarnadóttir og hlaut hún 40 þúsund kr. gjafabréf frá Debenhams. Í þriðja sæti varð Björk Hreiðarsdóttir og hlaut hún 30 þúsund kr. gjafabréf frá Líf&List. Hér fyrir neðan  má sjá húsin þeirra. 

 ??????????????????????????????? ??????????????????????????????? ???????????????????????????????

 Í barnaflokki voru veittar viðurkenningar fyrir 1-3. sæti og hlutu þau Þórður Bjarni, Silja Kara og Sara Fönn. Öll hlutu þau gjafabréf frá 66°Norður. Hér fyrir neðan má sjá húsin þeirra. 

 ???????????????????????????????  ???????????????????????????????  ???????????????????????????????  

Öll húsin verða til sýnis í Smáralind til 17. desember og verða þau sótt á milli 17-19. Allir þátttakendur verða leystir út með smá þakklætisvotti frá Kötlu fyrir þátttöku sína.