Uppskriftir

Amerískar kanilsnúða pönnukökur

Amerískar kanilsnúða pönnukökur

Þessi uppskrift er algert sælgæti. Maður gleymir hreinlega stað og stund.

Aðferð.

Bætum mjólk í flöskuna samkvæmt leiðbeiningum fyrir amerískar pönnukökur (sjá umbúðir)og hristum.  Setjum svo hálfan bolla af smjöri  og hálfan bolla púðursykri og eina teskeið af kanil í pott og  bræðum og hrærum saman þar til allt er fljótandi. Kælum svo vel í nokkar mínútur.

Síðan er fljótandi deigið sett á pönnukökupönnu og kanil blöndunni hellt rólega í hringi eins og snúð. Steikið báðum megin.

Svo til að toppa þetta er gott að búa til glassúr úr Kötlu flórskyri og vatni og hella svo yfir þegar pönnukökurnar eru komnar á disk.   Endilega prófið.

Innihald:

  • 1.Flaska af Amerískum pönnsum.
  • Mjólk
  • ½ bolli smjör
  • ½ bolli Kötlu púðursyku
  • Kötlu flórsykur
  • Vatn

ponnsur_flaska