Uppskriftir

Raspterta

Raspterta

Þessi frábæra terta frá Alberti J. Eiríkssyni matgæðingi ættu allir að prófa sem hafa gaman af tertubakstri.

Innihald

4 eggjarauður
3/4 b sykur
1 1/2 b gullinn rasp (Kötlu rasp)
2 msk brætt smjör
2 stk lyftiduft
1 tsk vanilludropar ( Kötlu vanilludropar,,,að sjáfsögðu)
1/2 salt
3 msk kalt vatn
4 eggjahvítur
2 pelar rjómi
2 bananar

Aðferð

Þeytið vel saman eggjarauður og sykur blandið vatni saman við.  Setjið rasp, lyftiduft, vanilludropa, salt og smjör saman við og hrærið áfram um stund. Stýfþeytið eggjahvítur og blandið þeim varlega saman við.

Setjið í tvö 20 cm smurð form. Bakið í ca 15-20 mín við 200 gr (eða þangað til botnarnir eru gylltir af ofan).

Látið botnana kólna. Stífþeytið rjómann, geymið ca helminginn af honum til að skreyta hliðarnar með. Setjið hluta af rjómanum sem er eftir á annan botninn. Skerið bananana í þunnar sneiðar og raðið ofan á rjómann. Setjið þá rjóma ofan á bananana og loks hinn botninn.

Kremið

150 g gott dökkt súkkulaði
2 msk góð matarolía
Setjið saman í glerskál og bræðið við lágan hita í vatnsbaði. Hellið yfir tertuna.

Verði ykkur að góðu