Uppskriftir

Vöfflur með vanilluís og saltkaramellu.

Vöfflur með vanilluís og saltkaramellu.

Bragð sem erfitt er að gleyma.

Aðferð.

Mjólk hellt útí vöfflublöndu og hrist ( sjá leiðbeiningar á flösku).  Vöfflur bakaðar á vöfflujárni.vofflur_flaska

Ís smurt yfir og karamellu hellt yfir hverja vöfflu.

Innihald:

  • 1. Flaska af Kötlu vöfflublöndu
  • 4dl af mjólk
  • Vanilluís
  • Saltkaramella (sjá uppskrift hér að neðan

Saltkaramella

Innihald:

1 bolli af sykri
6 matskeiðar af smjöri (90 grömm) í 6 bitum.
½ bolli (120ml) rjómi
1 teskeið sjávarsalti

Aðferð:
Hitið sykurinn í litlum potti og hrærð þartil hann er hann er bráðnaður.
Bætið smjörinu við og hrærið þartil smjörið hefur allt bráðnað í sykurinn.
Hellið rjómanum rólega útí og passið að það skvettist ekki uppúr og sjóðið í eina mínútu.
Takið pottinn af og bætið teskeið af sjávarsalti,  hrærið og látið standa þartil hæfilega heit til að hella yfir ísinn.