Uppskriftir

Chia- og bananagrautur

.
by Katla
bananagrautur

Uppskrift

1/4 bolli grófir eða fínir hafrar, eftir smekk
1/3 bolli undanrenna (má vera önnur mjólk)
1/4 bolli grísk jógúrt (helst lífræn en bæði í lagi)
1-1 og 1/2 tsk Chia fræ
1 msk Kötlu Kakóduft
1 tsk hunang (má sleppa eða jafnvel nota annað sætuefni í staðinn)
1/4 bolli bananasneiðar eða eftir smekk (nóg til þess að fylla krukkuna)

Aðferð

1. Hráefnin öll sett í krukkuna
2. Lokið er svo sett á krukkuna og hún er hrist þar til allt er vel blandað saman.
3. Látið standa í ísskáp yfir nótt og um morguninn er kominn hollur og góður morgunmatur sem hægt er að grípa með sér á hraðferð!

Þess má geta að blandan geymist í um það bil viku inni í ísskáp án banana, en með þeim geymist hún í 1–2 daga.

Athugaðu að hlutföllin hér að ofan eru einungis til viðmiðunar, það má leika sér með þetta alveg eins og maður vill, um að gera að prófa sig áfram.

Uppskriftir

Brún rúlluterta

.
by Katla
rúlluterta

Uppskrift

3 egg
1,5 dl sykur
2 msk Kötlu kakó
1 tsk vanillusykur frá Kötlu
3 msk hveiti
4 msk kartöflumjöl (1/2 dl)
1 tsk lyftiduft / matarsódi frá Kötlu

Aðferð

1. Hitið ofninn upp í 200°C
2. Þeytið eggin þangað til þau eru orðin að létt og froðukennd bætið svo sykrinum varlega saman við
3. Sigtið þurrefnin og blandið þeim rólega við eggja- og sykur hræruna
4. Hellið blöndunni í ofnskúffu með smjörpappír og dreifið í þunnt lag, passið að miðjan verði ekki of þykkt og kantarnir of þunnir
5. Bakið neðarlega í ofninum í 5-10 mínútur
6. Þegar kakan kemur úr ofninum hvolfið henni yfir viskastykki sem þið eruð búin að strá sykri yfir (óþarfi að spara sykurinn)

Fylling

100 gr smjörlíki
3 dl Kötlu flórsykur
1-2 tsk Kötlu vanilludropar

Fylling - aðferð

1. Þeytið smjörlíkið, flórsykurinn og vanilludropana vel saman.
2. Þeytið þangað til kremið er orðið hvítt (það getur tekið nokkrar mínútur.)
3. Ef kremið er of þykkt, þá bætið við 1-3 msk af vatni og það verður mýkra og auðveldara að smyrja því á kökuna.
4. Þegar kremið er komið á skal rúlla kökunni upp. Gott er að nota viskastykkið til að hjálpa ykkur. Voila, góð og einföld kaka tilbúin á ca 30 mínútum.