Blog

Piparkökuhúsaleikur 2016

Piparkökuhúsaleikur 2016

piparkokuhus1Hinn árlegi Piparkökuhúsaleikur Kötlu er að fara af stað. Í ár munum við hafa þann hátt á, að piparkökuhúsunum verður skilað inn í Smáralind fimmtudaginn 1.desember milli kl.17.00 – 19.00. Ekki er þörf á að skrá sig sérstaklega til leiks, einungis að baka, skreyta, skemmta sér og mæta með piparkökuhúsin. Verðlaun verða vegleg að vanda, glæsilegir vinningar frá Hagkaup, DUKA, Espirit og Penninn Eymundsson. Eins og áður munum við skipta piparkökuhúsunum upp í tvo flokka, flokk fullorðna og flokk barna.

Veitt verða fyrstu, önnur og þriðju verðlaun í fullorðinsflokki og svo 1-3.verðlaun í barnaflokki.

Piparkökuhúsin verða til sýnis í Smáralind frá 1. desember.

Þann 10. desember verður afhending verðlauna kl 14 00

Þann 19. desember má fólk sækja húsin sín milli kl 17 -19