Blog

Piparkökuhúsaleikur 2015

Piparkökuhúsaleikur 2015

Piparkokuhusaleikur_2014_fyrstuverdlaunHinn árlegi Piparkökuhúsaleikur Kötlu er að fara af stað. Í ár munum við hafa þann hátt á, að piparkökuhúsunum verður skilað inn í Smáralind fimmtudaginn 3.desember milli kl.17.00 – 20.00. Ekki er þörf á að skrá sig sérstaklega til leiks, einungis að baka, skreyta, skemmta sér og mæta með piparkökuhúsin. Verðlaun verða vegleg að vanda, glæsilegir vinningar frá 66°N Norður, Hagkaup, Líf&List og Debenhams. Eins og áður munum við skipta piparkökuhúsunum upp í tvo flokka, flokk fullorðna og flokk barna.

Verðlaun fyrir bestu húsin verða veitt laugardaginn 5.desember kl.15.00, en veitt verða fyrstu, önnur og þriðju verðlaun í fullorðinsflokki og svo 1-3.verðlaun í barnaflokki.

Piparkökuhúsin verða svo til sýnis í Smáralind frá 3.desember til og með 17.desember.