Neytendavörur

Katla er þekkt meðal Íslendinga fyrir neytendavörur sínar. Þekktastar þeirra eru bökunarvörur s.s. púðursykur, lyftiduft, Eðalkakó og kökudropar ásamt vörum eins og Kötlu kartöflumús, brauðraspi og borðsalti. Katla hefur alla tíð lagt mikið upp úr gæðum sem Íslendingar þekkja og kjósa því Kötlu vörur fram yfir vörur samkeppnisaðila.


Á síðustu árum hafa neysluvenjur Íslendinga þróast í átt til einfaldari rétta og fljótlegri matreiðsluaðferða. Katla fylgist vel með þessari þróun og eykur sífellt úrval af framleiðsluvörum sínum. Til að uppfylla breyttar kröfur neytanda hafa á síðustu misserum komið nýjar Kötlu vörur á markaðinn, sem fengið hafa góðar viðtökur. Sem dæmi um slíkar vörur má nefna vöfflumix, vatnsdeigsmix og ýmsar tilbúnar brauðblöndur. Síðast en ekki síst hefur fyrirtækið markaðssett vörulínu af fæðubótaefnum undir vörumerkinu Profitt sem fengið hefur mjög góð viðbrögð hjá líkamsræktar- og íþróttafólki.

Neytendavörur Kötlu eru til sölu í flestum matvöruverslunum landsins. Neytendavörusvið fyrirtækisins þjónustar viðskiptavini þess með reglubundnum heimsóknum og tryggir þannig að vörur fyrirtækisins séu ætíð til staðar fyrir neytendur.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Selma01Selma Hreiðarsdóttir –
Neytendasvið
Beinn sími: 510 4425
GSM: 696 4432
verslun(hjá)katla.is