Sérlausnir

Lausnir fyrir fiskiðnað

Á sjávarútvegssviði Kötlu má finna lausnir fyrir rækjuiðnað, hörpuskel og hefðbundna bolfiskvinnslu, hvort sem um ræðir vinnslu fyrir ferskar eða frystar afurðir eða saltfiskvinnslu. Lausnir eru ýmist til sem lagervara eða þær eru aðlagaðar að hverri vinnslu fyrir sig af sérfræðingum Kötlu og í samráði við viðskiptavininn. Mikil áhersla er lögð á að finna réttar lausnir sem gefa hámarksnýtingu og sem best gæði.

Sérlausnir Kötlu geta innihaldið fosföt, prótein, þráavarnarefni og límefni fyrir fiskafurðir. Einnig geta blöndur verið fosfatfríar allt eftir óskum viðskiptavinarins

Hafðu samband við fagmenn okkar og þeir munu leggja sig fram við að finna réttu lausnirnar með þér.