Sjávarútvegur

Íslensk tæknikunnátta í sjávarútvegi þykir standa framarlega á alþjóðavettvangi. Katla hefur um árabil tekið virkan þátt í þróun efnafræðilegra lausna til að auka gæði sjávarafurða. Með lausnum Kötlu má bæta lit, bragð og bit vörunnar og einnig minnka rýrnun í vinnslu, í frystingu og við uppþýðingu.


Stutt heimildamynd um lausnir Kötlu fyrir sjávarútveginn


Þjónusta Kötlu felst m.a. í ráðgjöf þar sem sérfræðingar fyrirtækisins mæta á vettvang og framkvæma próf samkvæmt háþróuðum gæðakröfum. Þeir skila síðan skýrslu með ítarlegri þarfagreiningu sem inniheldur tillögur um skynsamlegar leiðir til bættrar vinnslu afurðanna.

Katla er birgir fyrir ýmis hjálparefni sem notuð eru í fiskiðnaði. Hjálparefnin þjóna þeim tilgangi að binda betur náttúrulegan vökva í fiskafurðum og hjálpa til við endurheimtur á vökva, sem tapast frá veiðum til verkunnar. Bindiefnin bæta útlit og gæði vörunnar og gera hana seljanlegri. Sérframleiddar blöndur eru pakkaðar í einingum, sem henta þörfum hvers viðskiptavinar.

Aðferðafræði okkar miðast við við að hver viðskiptavinur þurfi sérsniðnar lausnir. Hjá fyrirtækinu starfa matvælafræðingar, sjávarútvegsfræðingar og fiskiðnaðarmenn, sem búa yfir mikilli þekkingu og reynslu auk þess sem þeir hafa aðgang að fjölmörgum erlendum fagaðilum, með mikla sérþekkingu á þessu sviði. 

Slagorð Kötlu er „Only Quality Sells“ og út frá því er unnið.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Sigmar Rafnsson


Beinn sími: 510 4424
GSM: 824 4324

fiskur@katla.is