Blog

Brauðablöndur – tvær nýjar vörur

Brauðablöndur – tvær nýjar vörur

Katla_BraudablondurÁ markaðinn eru komnar tvær nýjar brauðablöndur, 4 korna brauðablanda og heilkorna brauðablanda. Brauðablöndurnar eru í 500 gramma kössum, þar sem einungis þarf að bæta við ger og vatn til að fá fallegt brauð.

Báðar brauðablöndurnar eru trefjaríkar auk þess sem Heilkorna brauðablandan er með Skráargatsmerkinu. Til þess að fá brauðablöndu skráða undir kröfur Skráargatsins, þarf hún að vera með minnst 25% heilkorn, minnst 5% af trefjum, mest 5% sykur og undir 1,25% salt.

Heilkorna brauðablandan er vel innan allra þessa marka eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Heilkornabraudablanda_naeringargildi